TED Talks with Icelandic transcript

Jen Brea: Hvað gerist þegar þú færð sjúkdóm sem læknar geta ekki greint?

TEDSummit

Jen Brea: Hvað gerist þegar þú færð sjúkdóm sem læknar geta ekki greint?
2,042,782 views

Fyrir fimm árum varð TED félaginn Jen Brea mjög veik af Myalgic Encephalomyelitis sem einnig er þekkt sem síþreyta. ME er mjög hamlandi sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á daglegt líf og virkni sjúklinga. Á slæmum dögum getur jafnvel skrjáfið í rúmfötunum verið óbærilegt. Í þessum áhrifaríka fyrirlestri lýsir Brea þeim hindrunum sem urðu á vegi hennar í leit að lækningu því orsök sjúkdómsins og raunveruleg áhrif hans á líkamann eru enn ekki að fullu ljós. Brea segir einnig frá því markmiði sínu að segja sögu þessara sjúklinga sem læknavísindin virðast ekki geta hjálpað.

Ethan Nadelmann: Hvers vegna við þurfum að enda Fíkniefnastríðið

TEDGlobal 2014

Ethan Nadelmann: Hvers vegna við þurfum að enda Fíkniefnastríðið
2,031,417 views

Er Fíkniefnastríðið að valda meiri skaða en það gerir gagn? Í djörfum fyrirlestri ber Ethan Nadelmann fram þá bón að við bindum enda á þá „afturhaldssömu, hjartalausu og hörmulegu“ stefnu að traðka niður viðskipti með fíkniefni. Hann veitir tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum að einbeitum okkur frekar að skynsamlegu regluverki.

Joe Sabia: Tæknin við að segja sögur.

Full Spectrum Auditions

Joe Sabia: Tæknin við að segja sögur.
1,352,099 views

Sagnaþulurinn Joe Sabia notar lófatölvuna iPad til að kynna okkur uppfinningamanninn Lothar Meggendorfer sem á síðustu öld bjó til nýja tækni til að segja sögur: sprettibókina. Joe Sabia sýnir hér hvernig ný tækni hefur sífellt hjálpað til við að segja sögur, frá hellisveggjum til hans eigin iPad lófatölvu á sviðinu.

Mike Matas: Stafræn bók næstu kynslóðar

TED2011

Mike Matas: Stafræn bók næstu kynslóðar
1,728,557 views

Hugbúnaðarþróandinn Mike Matas sýnir fyrstu gagnvirku bókina í fullri lengd fyrir iPad -- með sniðugum, draganlegum myndum og myndböndum og mjög svölum gagna sjónhverfingum sem hægt er að leika sér að. Bókin heitir "Our Choice," og er framhald Al Gores af "An Inconvenient Truth."

Marcin Jakubowski: Uppskrift að siðmenningu í opnum aðgangi.

TED2011

Marcin Jakubowski: Uppskrift að siðmenningu í opnum aðgangi.
1,838,100 views

Með því að nota wiki og stafræn framleiðslutæki er TED-meðlimurinn Marcin Jakubowski að opna aðgang að hönnunarupplýsingum fyrir 50 landbúnaðartæki, sem gera hverjum sem er kleift að smíða sína eigin dráttar- eða þreskivél frá grunni. Það er einungis fyrsta skrefið í verkefni sem snýst um að búa til leiðbeiningar til byggingar heils sjálfbærs þorps (upphafskostnaður: 10.000 bandaríkjadalir).

Sebastian Thrun: Ökumannslausi bíll Google

TED2011

Sebastian Thrun: Ökumannslausi bíll Google
3,196,365 views

Sebastian Thrun aðstoðaði við byggingu hins ótrúlega ökumannslausa bíls Google, drifinn áfram af persónulegri köllun til að bjarga lífum og fækka umferðarslysum. Ótrúlegt myndband sýnir bílinn sem vann DARPA keppnina keyra í almennri borgarumferð með engan við stýrið, og dramatískt reynsluaksturs myndband frá TED2011 sýnir okkur hversu hratt hann raunverulega kemst.

Amber Case: Við erum öll vélmenni núna

TEDWomen 2010

Amber Case: Við erum öll vélmenni núna
1,853,478 views

Tæknin er að þróa okkur, segir Amber Case, er við verðum að skjá glápandi, takka-smellandi nýrri útgáfu af mannskepnunni. Við reiðum okkur núna á "ytri heila" (farsíma og tölvur) til að eiga samskipti, muna, og jafnvel lifa öðrum lífum. En munu þessar vélar á endanum tengja eða sigra okkur? Case gefur óvænta innsýn í okkar vélmanna sjálf.

Conrad Wolfram: Að kenna börnum alvöru stærðfræði með tölvum

TEDGlobal 2010

Conrad Wolfram: Að kenna börnum alvöru stærðfræði með tölvum
1,742,493 views

Frá flugskeytum til verðbréfamarkaða, mörg af æðisfengnustu sköpunarverkum mannsins eru knúin áfram af stærðfræði. Svo hvers vegna missa krakkar áhuga á henni? Conrad Wolfram segir að sá hluti stærðfræði sem við kennum -- reikningur í höndunum -- sé ekki einungis þreytandi, heldur líka nánast ótengdur alvöru stærðfræði í hinni raunverulegu veröld. Hann kynnir sína byltingarkenndu hugmynd: að kenna börnum stærðfræði með tölvuforritun.

Peter Eigen: Hvernig afhjúpa má spillingu

TEDxBerlin

Peter Eigen: Hvernig afhjúpa má spillingu
844,612 views

Mörg hinna snúnustu félagslegu vandamála heims má rekja til skipulagðrar, útbreiddrar spillingar þar sem ríkisstjórnir eru í slagtogi við fjölþjóðafyrirtæki, segir Peter Eigen. Á TEDxBerlín lýsir Eigen spennandi gagnárás samtaka hans, Transparency International.

Spennandi möguleikar Sjötta Skilningarvitsins tækninnar.

TEDIndia 2009

Spennandi möguleikar Sjötta Skilningarvitsins tækninnar.
18,689,186 views

Hjá TED í Indlandi, Pranav Minstry sýnir fjölmörg tól sem hjálpa hinum efnislega heimi að hafa samskipti við heim gagna. Meðal annars er farið ítarlega í SjöttaSkilningarvits tækið hans og hugmyndfræðilega fartölvu sem því fylgir. Í spurningartíma á sviði segir Minstry að hann ætli að opna þessa tækni fyrir öllum og hafa hana "Open-Source".

Itay Talgam: Stjórnun að hætti hinna þekktu hljómsveitarstjóra

TEDGlobal 2009

Itay Talgam: Stjórnun að hætti hinna þekktu hljómsveitarstjóra
3,574,454 views

Hljómsveitarstjóri þarf að horfast í augu við stærstu forystuáskorunina: Að ná fram fullkomnum samhljóm, án þess að segja eitt einasta orð. Í þessu heillandi erindi sýnir Itay Talgam mismunandi stílbrigði sex mikilla hljómsveitarstjóra 20. aldarinnar og dregur fram mikilvæg atriði fyrir hvaða leiðtoga sem er.

Dan Ariely spyr: Höfum við stjórn á eigin ákvörðunum?

EG 2008

Dan Ariely spyr: Höfum við stjórn á eigin ákvörðunum?
6,706,559 views

Atferlishagfræðingurinn Dan Ariely, höfundur bókarinnar Fyrirsjáanleg Rökleysa (e. Predictably Irrational), notar sígild myndræn dæmi ásamt niðurstöðum rannsókna sem hann vann að, sem virðast brjóta gegn betri vitund og eru á tíðum sláandi, til þess að sýna fram á að við erum ekki jafn rökræn og við höldum þegar við tökum ákvarðanir.

Dan Ariely fjallar um villur í siðferðis-kóðanum okkar

TED2009

Dan Ariely fjallar um villur í siðferðis-kóðanum okkar
3,509,395 views

Atferlishagfræðingurinn Dan Ariely rannsakar villur í siðferðisgildum okkar: földu ástæðurnar á bakvið það af hverju okkur finnst í lagi að svindla eða stela (stundum). Hann notast við snjallar rannsóknir til þess að færa rök fyrir því að við séum fyrirsjáanlega órökræn - að hægt sé að hafa áhrif á okkur á vegu sem okkur gæti ekki órað fyrir.

Benjamin Zander fjallar um tónlist og ástríður

TED2008

Benjamin Zander fjallar um tónlist og ástríður
13,160,338 views

Benjamin Zander býr yfir tveim bráðsmitandi ástriðum: Klassískri tónlist og það að hjálpa okkur öllum að skilja hversu mikið við dáum hana líka - og í beinu framhaldi, aðdáun okkar á öllum nýjum möguleikum, nýjum upplifunum og nýjum tengingum.

Dan Gilbert spyr, af hverju erum við hamingjusöm?

TED2004

Dan Gilbert spyr, af hverju erum við hamingjusöm?
18,394,509 views

Dan Gilbert, höfundur "Stumbling on Happiness"(að rekast á gleðina), efast um hugmyndina að við verðum óhamingjusöm ef að við fáum ekki það sem við viljum. "Sálfræðilega ónæmiskerfið" okkar lætur okkur líða sannarlega hamingjusömum jafnvel þegar hlutirnir ganga ekki eftir áætlun.