TEDSummit
Jen Brea: Hvað gerist þegar þú færð sjúkdóm sem læknar geta ekki greint?
Fyrir fimm árum varð TED félaginn Jen Brea mjög veik af Myalgic Encephalomyelitis sem einnig er þekkt sem síþreyta. ME er mjög hamlandi sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á daglegt líf og virkni sjúklinga. Á slæmum dögum getur jafnvel skrjáfið í rúmfötunum verið óbærilegt. Í þessum áhrifaríka fyrirlestri lýsir Brea þeim hindrunum sem urðu á vegi hennar í leit að lækningu því orsök sjúkdómsins og raunveruleg áhrif hans á líkamann eru enn ekki að fullu ljós. Brea segir einnig frá því markmiði sínu að segja sögu þessara sjúklinga sem læknavísindin virðast ekki geta hjálpað.